Hægt er að skoða og nota vefsíðuna á vefloka.herokuapp.com
En ef þú vilt setja upp verkefnið heima hjá þér. Er það gert svona.
- Setja upp gagnagrunn með hjálp
sql.sql
- Setja inn hlekk á gagnagrunninn í
.env
> npm install
> npm start
Hægt er að nota JSHint með því fylgja eftirfarandi leiðbeiningum
- Opna góðan console glugga í möppunni
> gulp
eða> gulp jshint
Hugmyndin að síðunni var sú að bjóða notendum upp á sína eigin persónulegu dagbók á netinu. Til þess þarf að vera hægt að búa til notendanafn og læsa því með lykilorði. Lykilorðið má einnig ekki vera auðvelt að ná í gegnum árásir á vefsíðuna. Auk þeirrar virkni að geta haldið sína eigin dagbók þá fannst okkur góð hugmynd að búa til þann möguleika að láta dagbókarfærslu koma upp á forsíðunni. Þetta lætur forsíðuna vera nokkurs konar opið blogg og hver sem er getur sett sína grein þar.
Verkefnið var leyst með erfiðleikum í byrjun. Ekkert gekk og ekki náðist að tengjast gagnagrunni í PGAdmin. Eina lausnin á því sem við fundum var að prófa beint á Heroku. Það var leiðinlegt og gekk ekkert sérlega vel þangað til ákveðið var að færa verkefnið af Dropbox yfir á github.
Notast var við Express. Til að auðvelda nokkra hluti eins og notenda umsjón, innskráningu og svoleiðis ásamt grunni fyrir notkun SQL með Express í gegnum Postgre og Heroku fengum við mikla hjálp frá dæmi sem tekið var í fyrirlestri 22. Við notuðum við nokkra hluti úr lausnum okkar á verkefni 3, dagbókinni með færslum geymdar í localStorage.
Það helsta sem fór úrskeiðis og lengdi þróunartíma töluvert er það sem var nefnt hér að ofan, það að ekki tókst að tengjast eða búa til Postgre gagnagrunna í okkar eigin tölvum. Það var því ekki hægt að prófa síðuna án þess að 'deploya' á Heroku. Einnig lentum við stundum í vandræðum eftir að skipt var yfir á Github. Það var aðallega vegna þess að enginn okkar er sérstaklega góður í að nota Github.