Esp2ged er forrit til að færa gögn úr Espólín yfir í GEDCOM skráarsnið sem stutt er af (nær) öllum ættfræðiforritum.
esp2ged.exe [SLÓÐ AÐ ESPÓLÍN]
Ef engin slóð er gefin er gert ráð fyrir að Espólín er í núverandi möppu. Út skrifast GEDCOM skráin espolin.ged. Í Windows er hægt að draga Espólín möppuna ofan á esp2ged.exe í stað þess að kalla á esp2ged.exe úr skipanalínu.
- Prófa með sem flestum Espólín gagnagrunnum. Getur þú hjálpað til?
- Prófa að flytja GEDCOM skrána sem esp2ged býr til inn í sem flest ættfræðiforrit. Getur þú hjálpað til?
- Nota "0 SOUR @S1@" fyrir heimildir og samnýta heimildir sem eru eins.
- Fylgir dagsetningin giftingu eða skilnaði í hjúskaparstöðunni "Gift/Skilin"?
- Hvað táknar dagsetningin í öðrum hjúskaparstöðum?
- Á að nota tímabil fyrir um og () óvissu eins og nú er gert eða ABT og EST?
- The Windows GEDCOM Validator athugar hvort GEDCOM skrár fylgja staðlinum. Esp2ged ætti að búa til réttar GEDCOM skrár.
- LifeLines er frjálst ættfræðiforrit sem getur búið til sérsniðnar skýrslur sem skilgreindar eru með skriftum.
- Ættfræðiforritið GRAMPS.
- Ættfræðiforritið PERSONAL ANCESTRAL FILE.
Björgvin Ragnarsson, nifgraup hjá gmail punktur com. Esp2ged er gefið út undir GNU GPL leyfinu, útgáfu 3 eða hærri. Öllum er frjálst að nota esp2ged eins og þeim sýnist. Ef forritinu er dreift og/eða því breytt, verður að fylgja skilmálum GPL leyfisins.